Um okkur

Við ábúendur í Gröf erum Ólöf Ragna Ólafsdóttir og Jón Geir Ólafsson. Við eigum þrjá syni sem eru okkur innan handar við bústörfin.

Kind Við erum með meðalstórt sauðfjárbú 450 kindur á fóðrum, fjölda hunda, tvo grísi og fáein hross.

Skaftártungan er frábært land fyrir sauðfé og afrétturinn okkar er stór. Féð kemur vænt af fjalli og við höldum því fram að kjötið af lömbunum hér sé með því bragðbesta sem völ er á.

 

Ásamt bústörfum fæst Jón Geir við ræktun og tamningu Border-Collie fjárhunda ásamt því að halda námskeið í hundatamningu.

Border Collie

 

Jón Geir heldur fjárhunda-sýningar þar sem ferðafólk getur komið og séð hundana vinna.

Sýningar verða kl 10:00 alla daga frá 1. júní til 31. ágúst 2014.
Frá 1 september til 31 mai þarf að panta sýningar.

 

Ólöf Ragna vinnur ásamt bústörfum á hótelinu á Klaustri, ræktar auk þess allrahanda grænmeti og blóm í vermireitum og gróðurhúsum. Sér hún heimilinu fyrir öllu grænmeti og kartöflum stóran hluta ársins.

Grænmeti